<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d17448089\x26blogName\x3dSamt%C3%B6k+s%C3%A6lkera+og+muna%C3%B0arseggja\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://matgaedingar.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://matgaedingar.blogspot.com/\x26vt\x3d7462415221719482900', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe" }); } }); </script>
Samtök sælkera og munaðarseggja
fimmtudagur, nóvember 16, 2006
Pizza Pronto
Það var mikið um dýrðir í gæðingamáltíðinni föstudaginn 2.nóvember, enda ekki á hverjum degi (heldur hverjum föstudegi) sem gæðingarnir fara út að snæða saman. Ákveðið var að fá sinfóníuhljómsveit Íslands til þess að spila óskalög fyrir piltana og voru hlutar úr 3.sinfoníu Beethovens og 4.sinfoníu Brahms spilaðir við góðar undirtektir viðstaddra. Eftir þessa skemmtilegu uppákoma skunduðu 3 matgæðingar niður á Pizza Pronto, staðinn þar sem þetta allt byrjaði. Fyrir þá sem eru ekki alveg með á nótunum var Pronto fyrstu staðurinn sem Gæðingarnir snæddu saman á. Prins Ali sýndi enn og aftur að hann er algjör prins og kann enga mannasiði með því að beila konunglega á hinum þremur gæðingunum. Verður honum tímabundið vikið úr Matarfélaginu Matgæðingarnir© og mun vinalegi rauðhausinn Harry taka við stöðu Ellerts þangað til að hann lærir hvernig á að haga sér. Hinum piltunum var auðvitað brugðið en létu þeir þetta ekki á sig fá og pöntuðu sér mat og settust að snæðingi. Ekki bætti það skap strákanna að einhver beygla ruddist fram fyrir Eysa Eðal og var hann gráti næst að öryggisverðir staðarins hafi ekki tæklað hana á sekúndunni. En þá var komið að aðalmálinu, rúsínunni í pylsuendanum, aðalréttinum, matnum! Bergur varð aldeilis hlessa þegar hann bragðaði á fyrstu sneiðinni ,,ojjj barasta, þetta er bara einhver massi með sósu, ullabjakk og svei svei!” sagði hann heldur ókátur. Hinir Matgæðingarnir tóku í sama streng og þótti þeim bragðið ekki tilkomumikið. Það er greinilegt að Pizza Pronto hefur ekkert þróast frá því gæðingarnir litu þangað inn síðast. Eins og sagt er í Pizza bransanum.

Engin framþróun = dauði!!!

Að sóa fleiri orðum í svo ómerkilega ferð væri skandall.

Stjörnugjöf:
Bergur: 1 stjarna
Eyþór: ½ stjarna
Kristján: 1½ stjarna
Harry: 1 stjarna
Ellert: Skróp í kladdann


Þess má geta að viku seinna var ekki enn búið að veita Ellerti inngöngu í Matarfélagið og fékk því vinalegi rauðhausinn Harry að koma með á American Stæl og þótti standa sig prýðisvel í fjarveru Ella. Nú standa samningaviðræður yfir um hvort Harry muni taka pláss Ella í Matgæðingunum til frambúðar. Kosning verður í kommentakerfinu hér á síðunni og eru allir hvattir til þess að kjósa. Kosningin er nafnlaus og eina sem þarf að gera er að skrifa annaðhvort HARRY eða ELLERT í reitinn þar sem stendur ,,comment?”. Munu úrstlit verða kynnt næsta föstudag. Lifið heil!

 
|
mánudagur, nóvember 13, 2006
B5

Heil og sæl, aðdáendur Matgæðinganna. Vill undirritaður byrja á að biðjast afsökunar á seinaganginum með þessa grein en við sóttum staðinn B5 heim fyrir nokkrum vikum. Sökum anna hef ég ekki komist að því að birta umsögnina fyrr en nú en ég hef verið upptekinn með mínum manni Carl Sagan að vinna að fáránlega leynilegum verkefnum.

B5 er til húsa í Bankastræti 5 og dregur þaðan nafn sitt. Það var Jóhann Gíslí Jóhannesson, oft kallaður 5. gæðingurinn, sem mælti með því að þeir drengir skyldu bæta staðnum á listann sinn. Listi þessi er jafnan talinn til einna af undrum veraldar og verðmæti hans nemur gróflega verðmæti allrar olíu í heiminum. Er hann gerður úr skinni einhyrnings, skreyttur með dýrustu gimsteinum veraldar og ritað á hann með blóði úr engum öðrum en Mr. T.

Drátturinn sjálfur fór fram við húsfylli á Broadway. Basshunter og sérlegur velunnari Gæðinganna, Justin nokkur Timberlake sáu um upphitun. Kynnir kvöldsins var svo enginn annar en tengdasonur Íslands, hann Halim Al. Okkar maður Halim fór algerlega á kostum, reytti af sér brandara og rændi börnum eins og honum einum er lagið. Alger gimsteinn þar á ferð.

En að veitingastaðnum sjálfnum. Innandyra er mikið rými og innrétttingin mjög sérstök sem er hluti af þeim póstmóderníska stíl sem einkennir staðinn líkt og svo marga nýja veitingastaði. Samkvæmt heimildarmanni Gæðinganna snæða þar ýmsir frægir einstaklingar sem og valda-fígúrur úr þjóðfélaginu og má þar nefna Björk Guðmundsdóttur og Gunnlaugsson tvíburana.

Það ætlaði að ganga brösulega að panta matinn því gyðingnum Kristjáni Kaufmann sveið sárlega undan verðinu á matnum. Lét hann öllum illum látum þegar þjónninn neitaði að prútta við hann um verðið og hélt því fram að svona slæma meðferð hafi hann ekki fengið síðan í Auschwitz um árið. Síðan þá hefur Kristján aðeins verslað í Tiger.

Þótti Gæðingunum matseðillinn ekki alveg nógu fjölbreyttur og voru smáréttirnir á sama verði, og jafnvel dýrari, en aðalréttirnir. Það skemmdi eilítið fyrir því að það voru margir girnilegir smáréttir en hungraður Gæðingur verður seint sadddur að slíku og því var vaðið beint í aðal-réttina. Bergur, Eyþór og Kristján fengu sér allir hamborgara en Ellert gerðist frumlegur og skellti sér á kjúkling. Reyndar er svo langt síðan að við Gæðingarnir snæddum þarna að ég man lítið eftir matnum sjálfum, sem segir ef til vill meira um matinn heldur en minni undirritaðs. Þó rámar mig óljóst í að brauðið á hamborgurunum hafi verið öðruvísi en menn eiga að venjast og sömuleiðis að borgararnir hafi verið eilítið bragðdaufir. Semsagt, ekkert sérstaklega eftirminnileg máltíð.

Gæðingarnir gáfu:

Bergur Baquette: 2.5
Eysi eðall: 2.5
Kristján Cowell: 2.5
Prins Ali: 2

Skál!

 
|
þriðjudagur, nóvember 07, 2006
Vegamót!
Ahhh, Vegamót. Seinasta föstudag skunduðum við Gæðingarnir upp Laugarveginn og settum stefnu okkar á þennan stað sem ku vera sveittur skemmtistaður um helgar en býr yfir fallegum og elegantískum blæ þegar gengið er inn í hádeginu til málsverðar.

Með hinn gamalkunna gestadómara hinn hæstvirta Joe-Hannes með í för voru Gæðingarnir vongóðir og ætluðust til að kokkurinn á Vegamótum stæði sig betur í eldhúsinu heldur en starfsbróðir hans á Sólon, en eins og almúginn veit fóru Gæðingarnir þangað um daginn og munu aldrei stíga fæti þangað inn aftur. Nei, ekki einusinni til að djamma.

Fyrsta hindrunin var strax við innganginn en þegar Joe-Hannes ætlaði að ganga inn um dyrnar pípti viðvörunartæki og strax komu 2 föngulegir dyraverðir og meinuðu gestadómaranum um inngöngu. Ástæðan þar á bakvið var sú að hann átti að hafa verið á staðnum seinustu helgi ælandi og hrópandi fúkyrðum að öðrum gestum þangað til hann var handtekinn og barinn af lögreglunni fyrir utan. Aðspurður sagðist Joe-Hannes ekkert kannast við þessar lygasögur sem bornar voru að honum og kenndi móður sinni um glóðuraugað. Þar eð Gæðingarnir höfðu farið þessa ferð í leynd og enginn Carlos Lupez Romero til hjálpar, urðu þeir að bæta mælskubrögðum til að blíðka dyraverðina. Þá steig fram frummælandi Gæðinganna, Kristján Cowell, og notaði hann sína margfrægu tungu til að blíðka og róa dyraverðina niður. Án þess að leggja í frekari málalengingar gengu dyraverðirnir sáttir á brott og allir Gæðingarnir ásamt Joe-Hannes gestadómara fengu umsvifalaust að ganga til borðs.

Við inngöngu tekur á móti manni létt reykingarlykt sem stafar væntanlega af útúrtjúttaða djamminu sem á sér stað þarna um helgar og er vel hægt að fyrirgefa það. Gæðingarnir gengu til borðs í notalegu horni og gátu rætt um heimsmálin, fjárhaginn og framtíðaráætlanir Gæðinganna í ró og næði. Pantaðar voru tvær Cajun b.b.q. samlokur, Creola pizza og hamborgarar, en Eyþór eðall beitti fyrir sér nýrri tegund af pöntun, svokallaðri fjarpöntun, sem hann framkvæmdi á markvissan hátt frá klósettinu. Afgreiðslustúlkunni þótti mikið til hans koma og gaf öllum Gæðingunum ásamt Joe-Hannes Werthers Orginal í “le appatíser”. Eins og með flesta staði sem við Gæðingarnir skundum á finnst okkur maturinn vera heldur lengi á leiðinni miðað við að staðurinn er ávallt tæmdur fyrir komu okkar, en þá ætti ekki að vera neitt annað að gera í eldhúsinu. Til að gera langa sögu stutta samdi Bergur Baguette kvörtunarbréf til eiganda Vegamóta og var kokkurinn ásamt öllum starfsmönnum rekin seinna um daginn.

En þá að matnum! Cajun b.b.q. samlokurnar brögðuðust einkar vel og mætti þá segja að Vegamót hafi strax slegið Sólon út af laginu. Cowellinn var ekki nógu ánægður með pizzuna sína en Bergur Baguette og Joe-Hannes nutu sín ágætlega. Segja má að það sem við fengum að borða hafi verið “le pöntun”, ekkert kom óþægilega né þægilega á óvart en það er einmitt það sem við erum að reyna að fá út úr þessum heimsóknum.

Solid frammistaða hjá Vegamótum, en þegar á heildina er litið er hægt að fá betri mat annars staðar í bænum á þessu verði (sem dæmi má nefna að samlokan ein kostaði 1200kr. og lítil appelsín í gleri 300kr.) og því er ekkert verið að sprengja stjörnuskalann í þetta sinn!

Rétt að minnast á að í dag var hinn vikulegi dráttur Gæðinganna haldinn og hvorki meira né minna en Pizza Pronto kom upp á Casíóinn, sem þýðir að næsta föstudag endurmeta Gæðingarnir FYRSTA staðinn sem þeir heimsóttu í sögu félagsins. Búist er við metaðsókn og ef þú, sauðsvarti almúgi, vilt sjá glitta í Gæðinganna er bara að mæta nógu snemma á Ingólfstorg.

PS. Von er á Gæðingunum á Pronto um 11:10 um morguninn og er fólki því ráðlagt að byrja að týja sig á staðinn um 06:30.

PPS. Lögreglan vill benda á að til að minnka umferð og mannmergð verður miðbænum (frá Ingólfstorgi til Hlemms) lokað á milli 09:00-12:00. Já, öllum miðbænum.

PPPS. Siggi stormur mælir með vettlingum og dúnúlpum til að forðast kulda!
 
|
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006
nóvember 2006
desember 2006
janúar 2007