Pizza Pronto
Það var mikið um dýrðir í gæðingamáltíðinni föstudaginn 2.nóvember, enda ekki á hverjum degi
(heldur hverjum föstudegi) sem gæðingarnir fara út að snæða saman. Ákveðið var að fá sinfóníuhljómsveit Íslands til þess að spila óskalög fyrir piltana og voru hlutar úr 3.sinfoníu Beethovens og 4.sinfoníu Brahms spilaðir við góðar undirtektir viðstaddra. Eftir þessa skemmtilegu uppákoma skunduðu 3 matgæðingar niður á
Pizza Pronto, staðinn þar sem þetta allt byrjaði. Fyrir þá sem eru ekki alveg með á nótunum var Pronto fyrstu staðurinn sem Gæðingarnir snæddu saman á. Prins Ali sýndi enn og aftur að hann er algjör prins og kann enga mannasiði með því að beila konunglega á hinum þremur gæðingunum. Verður honum tímabundið vikið úr Matarfélaginu Matgæðingarnir
© og mun vinalegi rauðhausinn
Harry taka við stöðu Ellerts þangað til að hann lærir hvernig á að haga sér. Hinum piltunum var auðvitað brugðið en létu þeir þetta ekki á sig fá og pöntuðu sér mat og settust að snæðingi. Ekki bætti það skap strákanna að einhver beygla ruddist fram fyrir Eysa Eðal og var hann gráti næst að öryggisverðir staðarins hafi ekki tæklað hana á sekúndunni. En þá var komið að aðalmálinu, rúsínunni í pylsuendanum, aðalréttinum, matnum!
Bergur varð aldeilis hlessa þegar hann bragðaði á fyrstu sneiðinni ,,ojjj barasta, þetta er bara einhver massi með sósu, ullabjakk og svei svei!” sagði hann heldur ókátur. Hinir Matgæðingarnir tóku í sama streng og þótti þeim bragðið ekki tilkomumikið. Það er greinilegt að Pizza Pronto hefur ekkert þróast frá því gæðingarnir litu þangað inn síðast. Eins og sagt er í Pizza bransanum.
Engin framþróun = dauði!!!
Að sóa fleiri orðum í svo ómerkilega ferð væri skandall.
Stjörnugjöf:
Bergur: 1 stjarna
Eyþór: ½ stjarna
Kristján: 1½ stjarna
Harry: 1 stjarna
Ellert: Skróp í kladdann
Þess má geta að viku seinna var ekki enn búið að veita Ellerti inngöngu í Matarfélagið og fékk því vinalegi rauðhausinn Harry að koma með á American Stæl og þótti standa sig prýðisvel í fjarveru Ella. Nú standa samningaviðræður yfir um hvort Harry muni taka pláss Ella í Matgæðingunum til frambúðar. Kosning verður í kommentakerfinu hér á síðunni og eru allir hvattir til þess að kjósa. Kosningin er nafnlaus og eina sem þarf að gera er að skrifa annaðhvort HARRY eða ELLERT í reitinn þar sem stendur ,,comment?”. Munu úrstlit verða kynnt næsta föstudag. Lifið heil!