ólíver
Árið 1797 fæddist lítill drengur í lundúnarborg, móðir hans lést við barnsburðinn og vissi drengurinn aldrei um föður sinn. Eftir að hann strauk 10 ára af munaðarleysingjahælinu lenti hann í slæmum félagsskap gyðingsins Fagins og ýmissa pörupilta. Þar lærði drengurinn hina fornu list að dansa og tók sér eftirnafn eftir uppáhaldsdansinum sínum, tvistinu. Sem betur fer slapp
Ólíver Twist úr ruglinu og gerðist kokkur. Eftir að hafa ferðast um heiminn í 208 ár og kynnt sér matarmenningu ýmissa þjóða ákvað Ólíver að opna veitinga/skemmtistaðinn og kaffihúsið
Café Ólíver. Þó að Ólíver hafi á sinni löngu ævi kynnst Dalai Llama , Adolf Hitler, Alexander Graham Bell og snjómanninum ógurlega klökknaði hann þegar Gæðingarnir gengu inn á Café Óliver svo til fyrirvaralaust síðastliðinn föstudag.
Ólíver sýnir hér Twist-taktana.
Ólíver sendi valkyrjur til að taka pantanir gæðinganna en gerði matinn sjálfur.Gæðingarnir voru hæstánægðir með þessu konunglegu móttökur. Einnig voru þeir sáttir með að boðið var upp á hámenningarleg sælkerablöð og tímarit um allt það nýjasta í vínheiminum til að stytta sér stundir meðan beðið var eftir matnum. Einnig flutti söngflokkurinn
Nylon nokkra vel valda tóna en hápunkturinn var klárlega þegar þær sungu ,,5 á Richter” ásamt gömlu kempunni
Sigurði H. Richter. Maturinn var borinn fram á mjög svo frumlegum kassalaga diskum og kættust gæðingarnir við þetta og þá staðreynd að magnið á diskunum var ekki af skornum skammti.
Helmingur gæðinganna fékk sér CLUB-samlokur, einn fékk sér H5N1-borgara og sá síðasti BBQ-borgara. Voru gæðingarnir sammála um að maturinn bragðaðist snilldarlega vel og gekk
Ellert svo langt að flytja allt verkið Macbeth eftir Shakespeare og vegna þess gátu gæðingarnir ekki mætt í enskutíma hjá heiðursfélaga sínum Sigga Palla en hann fyrirgaf þeim það auðvitað. Gæðingarnir áttu þó erfitt með að einbeita sér eftir að æstur múgurinn réðst inn til að berja gæðingana augum. Lífvörður gæðinganna Carlos Lupei Romero (borið fram Karló Lúpei Rómeró) náði þó með gríðarlegri líkamsþyngd sinni að ýta óeirðarseggjunum út og gátu gæðingarnir snætt nokkuð rólegir eftir það.
Eyþór með CLUB-samlokuna góðu
(eins og sést fór Eysi í Sprey-tan daginn áður)
Niðurstöðurnar urðu eitthvað á þessa leið:
Cowell: 4
Baquette: 3 ½ Eðallinn: 4
Prins Ellert: 3 ½
קבב
Matgæðingarnir létu óstöðugt ástand milli múslima og kristna manna ekki stöðva sig í að fara á Kebab-húsið síðast liðinn föstudag en eins og flestir vita er kebab, nokkrir múslimir og fugla-flensa allt að finna á sama stað, Tyrklandi. Það má því segja að Matgæðingarnir hafi brúað það ginnungagap sem liggur á milli þessara ólíku menningarheima með því að velja þennan stað. Spurst hefur að múslimir um alla jarðkringluna hafi tekið sér frí frá því að brenna danska fánan þennan ágæta dag til þess að samgleðjast yfir ákvörðun Gæðinganna og ef litið var til himins mátti glögglega sjá sjálfan Allah taka í hönd Guðs til að fagna þessum merka áfanga. Já, þeir Gæðingar láti hvorki helmúslimska Tyrki né fuglaflensu stöðva sig í að sinna störfum sínum.
Þegar á Kebab-húsið var komið virtist starfsfólkið vera í hálfgerðu móki vegna þess eins að berja Gæðingana augum og átti því erfitt með að taka niður pantanir þeirra rétt. En Gæðingarnir eru þó ekki yfir það hafnir að fyrirgefa mannleg mistök og létu þetta ekki á sig fá. Eyþór notaði tækifærið og læknaði nokkra kjúklinga af fuglaflensunni með lækningarmátt sínum og Kristján skemmti skrílnum sem safnast hafði fyrir utan staðinn með því færa hluti til með hugaraflinu einu.
Staðurinn sjálfur er látlaus og hálf ruslalegur að innan og frekar lítill en þar sem það var búið að loka honum fyrir almenningi gátu Gæðingarnir látið vel um sig fara. Það mætti vera aðeins snyrtilegra á staðnum því það er óþægilegt að þurfa að efast um hreinlæti þegar jafn framandi matur og hið tyrkneska kebab er borðað.
Þeir Ellert og Eyþór Gæðingar fengu sér að sjálfsögðu þjóðarrétt Tyrkja, קבב עוף (kjúklinga kebab), á meðan þeir Kristján og Bergur skitu konunglega upp á bak með því að panta hamborgara. Af matnum er það segja að kebabið var hæsta hak (sbr. e
ngil-saxneska orðið top notch) en hamborgararnir algjörlega til skammar. Þeir voru framreiddir á litlum hvítum pappadiskum og hefur undirritaður séð lík af klæðskiptingi sem leit betur út. Að sjálfsögðu segir útlitið ekki allt en spilar samt stóran þátt í þeirri upplifun að borða matinn. Samkvæmt þeim Kritjáni og Bergi var hamborgarinn engan veginn fullnægjandi hvað bragð og gæði varðar og lét Kristján í ljós óánægju sínu með því að teikna mynd af Múhameð spámanni í staðinn fyrir að rita nafn sitt á kortakvittuninna. Bergur hins vegar sinnti kalli náttúrunnar á afgreiðsluborðið en það mætti segja að það sé orðið vörumerki hans.
Á heildina litið var staðurinn ágætur, kebabið var bragðgott og myndi undirritaður hiklaust snæða þarna aftur þó að ekki sé hægt að mæla með hamborgurunum. Gæðingarnir gáfu eftirfarandi:
Bergur: 1 stjarna
Ellert: 3 stjörnur
Eyþór: 3 stjörnur
Kristján: 3 stjörnur
Ich liebe Gaedingarnir
Ákvad ad skella inn smá kvedju.
Eins og althjód veit er ég ed ferdast um alpana ásamt gódvinum mínum Alberto Tomba og Rudi Völler ad kynna mér matarmenninguna í thessum mjög svo frumstaedu fjallahérudum sudur-Týrol. Hef ég rekist á thonokkud marga bragdgóda rétti s.s. eldbakadan mammút og frosinn fornmann (frozen Ötzi). Einnig hef ég verid ad kenna thessum barbörum (sem ganga um í lederhosen og tala eitthvad bölvad hrognamál) ad meta alvöru mat og ad tala alvöru tungumál. Einnig var ég vidstaddur opnun nýrrar gaedingabúdar í Wien og var thar haldil ein heljarinnar veisla, thar sem DJ Ötzi og Madonna tródu upp saman. Voru allir sammála um ad thetta var besta partý sídan PArtýljónid Mussolini var og hét.
kvedja frá ölpunum,
Kristján Cowell
P.S. Alberto Tomba bidur ad heilsa
P.P.S. Ich bin Rudi Völler, ich bin ein fußbaaaaaaaaa.....asd.af.adgdagpüaüprl... Rudi komst í tölvuna