Föstudaginn þann 8. september gengu Gæðingar fjórir ásamt manni einum upp Laugarveginn. Miðvikudaginn þar á undan hafði tiltekið Prik orðið fyrir valinu sem næsta fórnarlamb Gæðingafermenninganna. Við innkomu mætti okkur sterkur sígarettufnykur og hlæjandi listaspírur með expresso bolla. Fannst Gæðingunum heldur fjölmennt þarna inni þar sem flestir matsölustaðir rýma sitt svæði fyrir þessa heimsþekktu Gæðinga. Það var greinilega ekki tilfellið. Þessir þokkafullu Gæðingar létu það þó ekki á sig fá og gengu í gegnum reykjaveggin eins og
Gæðingarnir fóru upp stiga þar sem neðri hæð þessa Priks var algerlega yfirfull. Þegar þeir komu upp snerist þeim skyndilega hugur, þetta var ekki það sem þeir vildu. Þeir hættu við, fóru út. Fegnir voru þeir að hafa komist út, þeir léku ekki ennþá aðalhlutverkið í þessari listaspírusígarettuhryllingsmynd.
Ákveðið með le"spontant" hugmyndafræði að Sólon yrði mældur og metin í stað Priksins langa.
Greinilegt var að Sólon hafði komist að því að Gæðingarnir höfðu ætlað að borða í grendinni því þeir höfðu nánast algerlega tæmt sinn í stað í þeirri veiku von að Gæðingunum myndi snúast hugur.
Heldur kalt var þarna inni en einstaklega smekklegt. Gæðingarnir fengu strax þjónustu og mælti afgreiðsludaman erlent tungumál. Ekki kom það þó að sök þar sem allir Gæðingarnir ásamt gestadómara eru hrottalega miklir málamenn og hikuðu ekki við að ræða við þessa erlendu föngulegu stúlku.
Þjónustan var snörp, það leið ekki á löngu þar til Gæðingarnir ásamt gestadómara voru komnir með mat fyrir framan sig. Gestadómarinn Jóhann Gísli eða "JoHannes" var að koma með Gæðingnum núna í þriðja skiptið og því er óhætt að segja að maðurinn hafi nokkuð til síns máls er hann ræðir um mat.
Allir Gæðingar og Gestadómari nema lúmskur Eyþór fengu sér hamborgara. Eyþór fékk sér Kjúklinga burrito. Ekki voru Gæðingar sáttir þegar þeir komust að því að hamborgarabrauðið var kalt nokk og greinilegt að ekki hafi mikið verið lagt í að
Verðlagið var heldur ekkert til þess að hrópa húrra fyrir og er alveg augljóst að fólk haldi að Gæðingar fái borgað fyrir störf sín en það er ekki raunin.
Stjörnugjöf var eftirfarandi:
Bergur Baguette - 1/2 stjarna
Eyþór Eðall – 2 stjörnur
Prins Ellert – 1,5 stjarna
Kristján Cowell – 1 stjarna
Gestadómari JoHannes – 1,5 stjarna