Red Chili
Síðastliðinn föstudag ætluðu Gæðingarnir góðu að snæða á Póstbarnum. Drengirnir löbbuðu yfir Lækjargötuna en þar hinu megin við götuna voru einungis vonbrigði, Póstbarinn var hættur og nýtt veitingahús var komið, Red Chili. Þetta sló Gæðingana aðeins útaf laginu, sem betur fer hafði Ellert lært "hugróun" í musteri hátt upp í fjöllum Nepal og hann náði að róa Gæðingana aðeins niður. Þeir héldu neyðarfund og eftir skruggulanga umræðu varð niðurstaðan sú að þeir myndu bara borða á þessum rauða pipar. [sjá mynd]
Drengirnir örkuðu þanra inn fordómalausir enda hafa þeir ekkert á móti rauðum pipar. Kristján hélt þó áfram rasisma sínum og gerði ráð fyrir að þjónarnir væru af erlendum uppruna og reyndi að tala við þá á ýmsum málýskum. Drengirnir fengu sér sæti eftir gloríur Kristjáns og reyndu að halda áfram með sín Gæðingastörf þrátt fyrir útlenskuöskur Cowellsins. Strax í byrjun fékk staðurinn einn lítinn mínus þar sem dragsúgur var nokkur þarna á staðnum. Bergur Baq
uette tók sig til og lokaði einum glugganum, tók hann þó ekki eftir apakettinum við gluggan sem dó úr súrefnisleysi þegar Baquette lokaði glugganum, Eyþór reyndi brjósthnoð en það gekk ekki, reyndi þá Eyþór að rassmæla apann í von um að það myndi lífga hann við. Eyþór rassamælti apann sem bar nafnið Kalli átta sinnum en allt kom fyrir ekki. Kalli var dauður. [mynd:apinn rétt áður en hann úr súrefnisleysi ]Í kjölfarið á þessu óhugnarlega óhappi kom fyrsti plús rauða piparins, skenktu þeir gífurlega vel og fengu allir Gæðingarnir stórt glas að kolsýrðum miði(sbr. mjöður).Pöntuðu Gæðingarnir sér forrétt þar sem þeir fengu sér skítdjöfull sterka kjúklingavængi og smökkuðust þeir dýrlega. Þá var komið að aðalréttunum, Bergur og Eyþór fengu sér steikarsamloku með Bernaise sósu, Kristján fékk sér kjúklingaburrito með nachos og Lertmeisterinn fékk sér kjúklingasamloku. Smakkaðist þetta allt dýrlega. Lertmeisterinn var þó ekki hættur, hann tók við að Bergi Baquette sem var orðinn þreyttur á að gera hægðir sínar á opinbera staði og leysti Lertmeisterinn hægðir á dauða apann Kalla. Þetta kom þó ekki að sök og urðu þjónarnir ekki mjög reiðir, þrátt fyrir þetta hrottalega athæfi Lertmeistersins. Eftir þetta þustu Gæðingarnir í átt að Menntaskólanum því þeir þurfa auðvitað líka sinna akademíska hlutanum.
Mjög góð ferð.
Stjörnugjöfin var einstaklega einföld í þetta skiptið, allir Gæðingarnir gáfu fjórar stjörnur.
Gæðingarnir kveðja að sinni....