Indótjæna
Matarfélagið tvöfaldaði eðlisþyngd sína þegar Haukur nokkur Ársæll slóst í för með þeim kumpánum sem gestadómari á Indókína síðast liðinn föstudag. Haukur var fenginn þar sem bæði Jói Fel og Jamie Oliver, lærlingar gæðinganna, féllu á lyfjaprófinu. Abbadorinn (sem sagt Haukur) fyllti hins vegar sekkinn svarta af stakri snilld og varð því fyrir valinu. Bar hann Indókína gott orð, gaf fjórar stjörnur og viljum við þakka honum fyrir vel unnin störf.
Þar sem Krissi Cowell ræður nákvæmlega ekkert við sinn betri helming neyddust Gæðingarnir til að fara á skólatíma og missa af ensku hjá Sigga enskumeistara. Hann skildi þó að sjálfsögðu að störf Gæðinganna ganga alltaf fyrir og gaf okkur leyfi (vonum við), heill þér Sigurður! Það er síðan spurning hvenær Kristján standi upp gegn kærustunni og átti sig á því að Guð hannaði ekki manninn með bakhönd að ástæðulausu.
Eins og við mátti búast var mikill spenningur meðal Indókínverja á Íslandi og tóku þeir sig saman og fylktu liði niður Laugaveginn. Í skrúðgöngunni voru Gæðing
arnir hylltir og sjö óspjölluðum hænum fórnað þeim til heiðurs. Auk þess fór þar fram undirskriftarsöfnun þess efnis að bæta við ári matgæðingsins í Indókínverskt dagatal.
Staðurinn sjálfur var alger snilld og maturinn frábær. Allt starfsfólkið var að sjálfsögðu indókínverskt annað en á Kínahúsinu þar sem einu grjónin voru þau á diskunum. Vellíðunartilfinningin sem fæst þegar litla feita konan hrópar SÚZÆ! (sem sagt súrsæt sósa) er ólýsanleg og er það minn heitasti draumur að fá að taka rödd hennar upp á segulband og spila á kvöldin þegar ég fer að sofa.
Stemmingin, lyktin og þjónustan var til fyrirmyndar og maturinn á staðnum var “le perfect” og hvet ég alla Íslendinga til að mæta og prófa hádegishlaðborð þeirra.
Enginn Matgæðinganna varð fyrir vonbrigðum og gáfu allir fjórar stjörnur!