Dráttur dagsins: Caruso
Það kom óðafár á skrílinn sem hafði komið sér fyrir í hátíðarsal Menntaskólans í Reykjavík þegar í ljós kom að tveir af
hornsteinum matarfélagsins létu sig vanta í hinn vikulega drátt. Það voru þeir kumpánar Krissi Cowell og Beggi Baquette sem sáu sér ekki fært að mæta en þeir voru saman á ferðalagi um norður héruð Ghana ásamt Kofi Annan að kynna nýjustu bók gæðinganna: Eldað ofan í svarta manninn. Því þurfti að fresta drættinum og óður múgurinn rasaði út á götur borgarinnar en Gæðingarnir frýja sig af allri ábyrgð af þeim skaða sem reiður múgurinn kann að valda. Miðar verða ekki endurgreiddir.
Sem betur fer voru Krissi og Beggi mættir í skólann eftir hádegi en þeir náðu í tæka tíð vegna
tímamismunar á Afríku og Íslandi en það mætti segja að jafnvel tímabeltin vinna með Gæðingunum. Drátturinn í dag var því með heldur óformlegri hætti en venja er, svokallaður ,,fjardráttur“. Fjardráttur fer fram í miðri kennslustund og engin líkamleg snerting verður milli Gæðinganna. Það kom þó ekki að sök og hinn heimsþekkti casio vísaði okkur enn og aftur á veg sannleikans. Það var hinn fornfrægi Caruso á Bankastrætinu sem varð fyrir valinu og mega þeir vænta Matgæðinganna klukkan 13:50 næstkomandi föstudag.
Þetta er prýðis tækifæri fyrir staðinn til að sanna sig því eins og máltækið segir: Ef Gæðingarnir gefa góða einkunn, þá er staðurinn fokking góður! Spekúlantar í hinum vestræna heimi telja Gæðingana sterka kandídata í nóbelinn í ár og því enn betri ástæða fyrir staðinn til þess að upphefja sig með því að halda okkur söddum og sáttum.