<body><script type="text/javascript"> function setAttributeOnload(object, attribute, val) { if(window.addEventListener) { window.addEventListener('load', function(){ object[attribute] = val; }, false); } else { window.attachEvent('onload', function(){ object[attribute] = val; }); } } </script> <div id="navbar-iframe-container"></div> <script type="text/javascript" src="https://apis.google.com/js/platform.js"></script> <script type="text/javascript"> gapi.load("gapi.iframes:gapi.iframes.style.bubble", function() { if (gapi.iframes && gapi.iframes.getContext) { gapi.iframes.getContext().openChild({ url: 'https://www.blogger.com/navbar.g?targetBlogID\x3d17448089\x26blogName\x3dSamt%C3%B6k+s%C3%A6lkera+og+muna%C3%B0arseggja\x26publishMode\x3dPUBLISH_MODE_BLOGSPOT\x26navbarType\x3dBLUE\x26layoutType\x3dCLASSIC\x26searchRoot\x3dhttps://matgaedingar.blogspot.com/search\x26blogLocale\x3dis_IS\x26v\x3d2\x26homepageUrl\x3dhttp://matgaedingar.blogspot.com/\x26vt\x3d7462415221719482900', where: document.getElementById("navbar-iframe-container"), id: "navbar-iframe", messageHandlersFilter: gapi.iframes.CROSS_ORIGIN_IFRAMES_FILTER, messageHandlers: { 'blogger-ping': function() {} } }); } }); </script>
Samtök sælkera og munaðarseggja
þriðjudagur, nóvember 15, 2005
Carúsó
Undirbúningur matgæðinganna fyrir veitingastað vikunnar tekur hátt í 2 daga, en strax eftir miðvikudagsdráttinn hefst andlegur undirbúningur sem í felast háþróaðar jóga-æfingar sem eiga að tæma hugann algerlega fyrir föstudaginn. Höggvið var stórt skarð í þetta ferli þegar kærasta eins matgæðingsins lenti í smávægilegu slysi á fimmtudags-kvöldinu. Brjálaður múgur sótti að henni þar sem hún var í sakleysi sínu að reyna að skemmta sér, en heyrst hafði að kærasta matgæðings væri mætt á svæðið. Í troðningnum skall hún á gangstéttina og þurfti að fara á sjúkrahús.
Bergur Baquette sneri heim frá karma-íhugun sinni á Indlandi og Eysi Eðall ásamt Krissa Cowell þurftu að hætta við vikulegan kennslutíma sinn í Búrma: 999 aðferðir til að elda banana. Ellert stundaði ekkert jóga.
En Gæðingarnir eflast aðeins við mótlæti og létum okkur ekki vanta á Caruso á slaginu 13:50 daginn eftir. Allt ætlaði gersamlega að koll um keyra þegar matgæðingarnir mættu á limmunni og chauffeurinn okkar bakkaði svo listilega inní stæðið fyrir utan Caruso. Á laugarveginum höfðu sölumenn ákveðið að nýta sér heimsókn okkar og var búið að setja upp blómlegan útimarkað. Á staðnum voru einnig trúðar með skemmtiatriði og Pablo Fransisco hélt uppi ágætis stemmara með uppistandi og djöggli. (djöggl=að halda hlutum (2 eða fleiri) uppi í loftinu á sama tíma með því að kasta þeim og grípa til skiptis).
Staðurinn fór misvel í Gæðinganna. Mikið var kvartað undan óþægilegum stólum og lélegu viðmóti þjónsins í okkar garð. Það var næstum eins og hún væri í sjokki að Gæðingarnir væru á staðnum og náði ekki að sýna sitt rétta andlit. Einnig grunar okkur að þetta sé einhver kvenrembustaður, en á kvennaklósettinu var dvergur sem hélt uppi klósettpappírnum, ásamt því að karlaklósettið var um það bil 5 sinnum minna.
Maturinn olli vonbrigðum hjá sumum okkar en súpan var þó einkar góð. Vil einnig benda á að hádegismatseðillinn er líklega ekki þeirra sterkasta hlið. Lu Digestion hefði einnig mátt vera betra. Á heildina litið voru gæðingarnir ekki alveg sammála hvor öðrum, en stjörnugjöf má nálgast hér til hliðar.

Myndir koma brátt inn og hver veit nema lítið myndbrot fylgi með!


og já, Bergur losaði hægðir



Ellert Matgæðingur
 
|
október 2005
nóvember 2005
desember 2005
janúar 2006
febrúar 2006
mars 2006
apríl 2006
maí 2006
ágúst 2006
september 2006
október 2006
nóvember 2006
desember 2006
janúar 2007