Kínadráttur
Nú hefur matarfélaginu vaxið fiskur um hrygg, bloggsíðan er loksins komin í gagnið ,öllum alvöru sælkerum til ómæld(r)ar ánægju.
Eins og venjan er á miðvikudögum var í dag dregið um hvaða heppni veitingastaður í miðborg Reykjavíkur fái að fæða matgæðingana fjóra næstkomandi föstudag. Dráttarvélin var sem fyrr hinn margrómaði CASIO fx-350.Að þessu sinni verður það
Kína-húsið á Lækjargötu sem hlýtur þann himneska heiður að fá að gefa þessum ungu herramönnum að borða. Mikið hefur verið spáð hver verði næsti gestadómari og hefur undirrituðum borist til eyrna frásagnir af heitum umræðum og peningaveðmálum í undirheimum Reykjavíkur.
Guðríður Wang-dao-Ding eigandi Kínahússins kvaðst vera upp með sér yfir þessum mikla heiðri
,,ég held bara að ég hafi ekki verið svona spennt síðan á brúðkaupsnóttinni minni þegar ég var 12 ára hnáta í suðurhluta Víetnam’’ sagði hún, hló skessulega og bætti svo við
,,Við munum gera allt til að láta þeim líða vel, þeir verða hylltir sem asískir keisarar’’ sagði Guðríður og hélt síðan áfram að brenna bambusstangir.
Við hvetjum alla til að mæta snemma fyrir utan Kína-húsið enda verður örtröðin mikil. Veitingahúsinu verður lokað frá 11:05 af augljósum ástæðum á meðan gæðingarnar snæða. Óeirðalögregla verður á svæðinu til að halda mannfjöldanum frá stjörnunum. Stelpur eru
hvattar til að mæta berbrjósta.
Einnig er það staðfest eða gleðigosinn og munaðarseggurinn
Eyþór Magnússon mun halda námskeið í notkun á asískum matarprjónum, námskeiðið verður haldið í stóra sal háskólabíós fimmtudagskvöldið 6.október kl. 20:00. Sala er hafin í Háskólabíói og á
http://www.midi.is/ .
Kristján Matgæðingur