Jæja þá ætla ég að pósta mínu fyrsta bloggi hér á síðunni og fjalla um ferð okkar matgæðinganna á Kínahúsið seinasta föstudag. Við urðum fyrir smá sjokki þegar gestadómari dagsins hann Birkir Veigars bailaði á að koma með okkur en við létum það ekki á okkur fá þegar við skunduðum hýrir í skapi yfir Lækjargötu í átt að þessu fornfræga veitingahúsi. Birki verður augljóslega ekki boðið þetta veigamikla hlutverk aftur.
Maður ferðarinnar var án efa hann Krissi sem gerði sér lítið fyrir og mætti með Kínahattinn sinn sem hann fékk frá foreldrum sínum í jólagjöf seinustu jól. Hann kryddaði vissulega upp á stemninguna.
Á staðnum sjálfum pöntuðum við okkur þriggja rétta máltíð sem samanstóð af kjúklingi, nauti og djúpsteiktum rækjum. Frá kjötinu er ekki mikið að segja en djúpsteiktu rækjurnar voru einstaklega góðar. Auk þess að hafa fengið súpu í forrétt voru menn vel mettir eftir máltíðina. Við strákarnir gáfum veitingastaðnum meðaleinkunn, eða 2 og hálfa stjörnu af fimm mögulegum. Maturinn var fínn en sumt var bara ekki að gera sig. Hver hefur heyrt af því að fara á kínverskan veitingastað og sjá ekki einn einasta Kínverja? Það gerði andrúmsloftið mjög þvingað og erfitt enda veit enginn maður hvernig á að bera fram kínverska pöntun við íslenskan þjón. Myndir frá staðnum koma bráðlega inn!
Elli matgæðingur